Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna er í dag
Í dag 6. júní er umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna og eftir 15 daga hefst Ríó +20, umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem yfir 120 þjóðarleiðtogar munu leggja mat sitt á þann árangur sem náðst hefur - eða ekki - frá því Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var haldin í Ríó de Janeiro fyrir 20 árum síðan.
Umhverfisverndarsamtök og mjög mörg aðildarríki Sameinuðu þjóðanna leggja mikla áherslu á að þjóðarleiðtogar muni á Ríó +20 ráðstefnunni samþykkja að strax verði hafnar verði samningaviðræður um nauðsynlegar aðgerðir til að vernda lífríki sjávar, þ.e. nýjan samning um verndun hafsvæða utan 200 mílna lögsögu strandríkja á grundvelli Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sjá hér athyglisvert myndband velkomin á mannöld (Welcome to the Anthropocene) - þá öld í jarðsögunni sem hófst með iðnbyltingunni - um áhrif mannsins á vistkerfi jarðar; áhrif sem munu ráða úrslitum um framtíð mannkyns.
Að lokum bendum við á nýja skýrslu OECD um nauðsyn tafarlausra aðgerða í umhverfismálum.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna er í dag“, Náttúran.is: 6. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/06/umhverfisdagur-sameinudu-thjodanna-er-i-dag/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.