Evrópsku samtökin Pan Parks Foundation, sem vinna að friðlýsingu náttúrusvæða í Evrópu, hafa sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra náttúruverndarsamtaka vegna afstöðu þeirra til Rammaáætlunar.

Í stuðningsyfirlýsingunni kemur fram að Ísland sé eitt fárra landa í Evrópu sem enn býr yfir stórum ósnortnum náttúrusvæðum. Minnstu framkvæmdir geta valdið umtalsverðum skaða hér á landi vegna þess hve viðkvæm náttúra norðurslóða er.

Pan Parks Foundation eru regnhlífarsamtök yfir 100 evrópskra náttúruverndarsamtaka.

Sjá grein um The Million Project goes to Iceland á vef samtakanna Panparks.org.

Sjá stuðningsyfirlýsingu Pan Parks.

Birt:
4. júní 2012
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Stuðningur frá Pan Parks Foundation við náttúruverndarbaráttu á Íslandi“, Náttúran.is: 4. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/04/studningur-fra-pan-parks-foundation-vid-natturuver/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: