Niðurgangur
Niðurgangur sem varir einungis í einn til tvo daga er mjög algengur kvilli. Orsökin er oftast bráð sýking eða bólga einhvers staðar í meltingarvegi og yfirleitt er niðurgangur einfaldlega aðferð líkamans til þess að losa sig við eiturefni. Þannig niðurgang ætti aldrei að reyna að hefta, heldur gefa mildar jurtir til þess að styrkja slímhúð meltingarvegarins og bólgueyðandi jurtir sem vinna gegn sýkingunni. Þær jurtir sem best eru til þess fallnar eru kamilla og sólblómahattur.
Langvarandi niðurgangur getur verið merki um sjúkdóm eða fæðuofnæmi, leitið því ávallt til læknis eða grasalæknis áður en lækning er reynd með grösum.
Jurtir gegn langvarandi niðurgangi
Bólgueyðandi jurtir: t.d. sólblómahattur og hvítlaukur.
Barkandi jurtir: t.d. mjaðurt, maríustakkur, bjöllulilja, jarðarber og hrútaber.
Róandi jurtir: t.d. kamilla, humall og garðabrúða.
Niðurgangur hjá fullorðnu fólki starfar oft af lítilli framleiðslu magasýra. Ráða má bót á því með þeim jurtum sem teknar eru hálftíma fyrir máltíð. Bitrar jurtir eru t.d. hrafnaklukka, maríuvöndur, einiber, búrót og kamilla.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Niðurgangur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/niurgangur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. mars 2012