Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið Vakinn, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land.

Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa um nokkurt skeið unnið að þróun metnaðarfulls gæðakerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og binda aðstandendur kerfisins  miklar vonir við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Vakinn er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk.

Ávörp á fundinum á Hótel Sögu flytja:

  • Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
  • Oddný Harðardóttir, iðnaðarráðherra
  • Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Unnur Halldórsdóttir,  formaður Ferðamálasamtaka Íslands
  • Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur

Heimasíða Vakans, vakinn.is, verður opnuð á fundinum. 
Nánari upplýsingar um Vakann hér.

Kynningarfundir Vakans:

2. mars  Ísafjörður     
5. mars  Akureyri og Varmahlíð    
6. mars  Egilsstaðir     
7. mars  Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustur 
13. mars Stykkishólmur     
14. mars Selfoss og Reykjavík

Dagskrá kynningarfunda:

  • Ávinningur af Vakanum
  • Umhverfiskerfi Vakans
  • Gerð öryggisáætlana
  • Áhættumat í ferðaþjónustu
  • Rekstur og stjórnun
  • Stuðningur og fylgigögn Vakans

Nánari upplýsingar um staðsetningu funda á hverjum stað verða birt síðar á vef Ferðamálastofu.

Birt:
28. febrúar 2012
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Ferðamálastofa boðar til kynninga á Vakanum“, Náttúran.is: 28. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/24/ferdamalastofa-bodar-til-kynninga-vakanum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. febrúar 2012
breytt: 28. febrúar 2012

Skilaboð: