Á fimmtudaginn svipti Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðmála, hulunni af nafni á nýju gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI. Efnt var til samkeppni um nafnið - sem skyldi vera á íslensku og lýsandi fyrir verkefnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi.

130 tillögur bárust
Um 130 tillögur bárust og var það niðurstaða dómnefndar að nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu skuli hljóta nafnið VAKI en kerfinu sé einmitt ætlað að vaka yfir frammistöðu þeirra sem starfa í greininni og vekja og viðhalda áhuga á gæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Þar sem fleiri en ein tillaga barst með nafninu VAKI var dregið um vinningshafa. Upp kom nafn Gunnars Svavarssonar og hlýtur hann í verðlaun 100 þúsund krónur.

Kennimerki VAKA
VAKI hefur jafnframt eignast sitt kennimerki sem er vindrella, hönnuð af Þórhalli Kristjánssyni hjá auglýsingastofunni Effekt á Akureyri.

Birt:
20. desember 2010
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Nýtt gæða- og umhverfiskerfi Ferðamálstofu heitir VAKI“, Náttúran.is: 20. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/20/nyt-gaeda-og-umhverfiskerfi-ferdamalstofu-heitir-v/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. febrúar 2012

Skilaboð: