Austræn trúarbrögð og heimspeki byggja á því sem staðreynd að innra með okkur séu sjö orkustöðvar sem eru eins og höfuðstöðvar ákveðinna hvata og þarfa mannsins, hvort sem þær eru andlegs eða líkamlegs eðlis. Tilvist þeirra er óumdeilanleg þó að nútíma læknavísindi vinni ekki með þær á þann hátt sem gert er með austrænum aðferðum.

En mannslíkaminn er flókið fyrirbrigði og enginn þekkir nákvæmlega hvernig hann virkar né hvað er raunverulega er að verki og hvað gerir það að verkum að líf sé yfirleitt til.

Vestræn læknavísindi styðjast við vísindalegar aðferðir og „efnið“ sem slíkt en austræn við heildrænar aðferðir sem taka tillit til bæði efnis og anda.

Hinar sjö orkustöðvar mannsins eru:

  1. Rótarstöðin - Muladhara Chakra
  2. Hvatastöðin/kynhvatastöðin - Svadishthana Chakra
  3. Sólarstöðin/Sólar-plexus - Manipura Chakra
  4. Hjartastöðin - Anahata Chakra
  5. Hálsstöðin - Visuddha Chakra
  6. Ennisstöð/þriðja augað - Anja Chakra
  7. Hvirfisstöð/Krónustöð - Sahasrara Chakra

Grafík: Hver orkustöð er táknuð með ákveðnum lit. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
2. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Orkustöðvarnar - Chakras“, Náttúran.is: 2. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/28/orkustvarnar-chakras/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2007
breytt: 2. mars 2013

Skilaboð: