Þriðjudaginn 25. apríl verður haldin málstofa á vegum umhverfis-og náttúruverndarnefndar um lífríki Lagarfljótsins og þær breytingar sem verða á því þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Málstofan er haldin í tilefni þess að 25. apríl er Dagur umhverfisins.

Málstofustjóri er Þorsteinn Gústafsson, formaður umhverfis- og náttúruverndar.

Dagskrá:
kl.16:00 - 16:20 „Lagarfljótið og Lagarfljótsormurinn. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur.
kl.16:20 - 16:40 „Breytingar á rennsli og aur í Lagarfljótinu“. Gunnar Guðni Tómasson verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
kl. 16:40 - 17:00 „Grugg í Lagarfljótinu“. Hákon Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun.
kl.17:00 - 17:20 „Smádýr í Lagarfljóti - örðugt líf í aurugu vatni“. Hilmar Malmquist, liffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
kl.17:20 - 17:40 „Fiskur í Lagarfljótinu“. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun í Reykjavík.
kl. 17:40 -18:00 - Fyrirspurnin og umræður.
Málstofan hefst kl. 16:00 og verður haldin á Hótel Héraði og er opin öllum gestum og gangandi.
Myndin er af Lagarfljótsorminum og er ein af mörgum vatnslitamyndum Guðrúnar í bókinni „Furðudýr í íslenskum þjóðsögum“. Útgefandi: Salka 2002.

Mynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
24. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífríki Lagarfljótsins“, Náttúran.is: 24. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/lifriki_lagarfljotsins/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 15. febrúar 2012

Skilaboð: