Sunnudaginn 3. júní munu íbúar við Borgarstíg bjóða gestum og gangandi á flóamarkað og götuhátið. Borgarstígur er göngustígur sem liggur á milli Seljavegs, Framnesvegs og Holtsgötu í gamla Vesturbænum.

Á dagskrá verður m.a. kennsla í nytsamlegri endurvinnslu, tónlistaratriði, götulist, sneisafullur markaður af fötum, bókum, plötum, geisladiskum og allskyns geymsludóti.

Náttúran.is gefur gestum og gangandi Græn Reykjavíkurkort og Náttúruspil.

Ljósmynd: Sólblóm, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
1. júní 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Markaður og götuhátíð á Borgarstíg “, Náttúran.is: 1. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/01/markadur-og-gotuhatid-borgarstig/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: