Hvað getum við gert til að verna náttúru okkar. Við lifum í heimi þar sem við höfum tamið okkur þær venjur að kaupa eitthvað nýtt vikulega ef ekki daglega. Við þurfum auðvitað matvörur, föt og annað fyrir heimilið en gætum við ekki verið varkárari í að velja vörur með tilliti til umhverfisáhrifa?

Í eina viku getur fjölskyldan fylgst með innkaupum. Þá er mikilvægt að skoða:

  • Hvað er keypt?
  • Var nauðsynlegt að kaupa vöruna?
  • Er hún framleidd á Íslandi eða erlendis?
  • Í hvernig umbúðum kom hún?
  • Eru þær endurvinnanlegar?
  • Er varan sjálf endurvinnanleg?
  • Hverjar af vörunum eru nýttar?
  • Hvaða umbúðir eru endurunnar?
  • Hverjum er hent?

Skipta má verkefnum niður milli fjölskyldumeðlima en er samvinnan þó mikilvæg og getur verið þræl skemmtileg. Sniðugt er að skrifa niður hvað þið kaupið að hverju sinni og hvernig það nýtist ykkur á allan hátt. Þið getið síðan skoðað niðurstöðurnar saman og rætt um hvernig fjölskyldan getur staðið sig betur í því að spara og vernda umhverfið.

Ljósmynd: Fernur til endurvinnslu, Móna Róbertsdóttir Becker.

Birt:
5. febrúar 2012
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Neysluvenjur heimilisins“, Náttúran.is: 5. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/11/neysluvenjur-heimilisins/ [Skoðað:7. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. júní 2007
breytt: 5. febrúar 2012

Skilaboð: