Skemmtu þér án þess að eyða krónu!

Nýr vefur  Freecitytravel.com var settur í loftið nýlega. Á Freecitytravel.com er fjallaðu um þá staði og þá afþreyingu sem ekki þarf að borga fyrir í Reykjavík. Á síðunni eru ítarlegar upplýsingar um það sem borgin hefur upp á bjóða ókeypis þ.á.m. söfn, áhugaverðir staðir, uppákomur, kynnisferðir og miklu meira. Vefurinn er hugsaður fyrir erlenda ferðamenn og er einungis á ensku enn sem komið er.

Hvort sem þú ert að ferðast með fjölskylduna, ert bakpokaferðalangur, par eða eldri borgari, það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í Reykjavík sem ekki þarf að borga sérstaklega fyrir að njóta. Sjá freecitytravel.com.

Sagan á bak við Freecitytravel.com

Stofnandinn, Inga Jessen, missti vinnuna í kjölfar bankakreppunnar hér á landi. Vegna atvinnumissisins varð hún að spara og fór að kanna allt það sem ekki kostar krónu að sjá eða vera þátttakandi í í heimabæ hennar, Reykjavík.

Markmiðið með stofnun vefsins Freecitytravel.com er að gefa ferðamönnum kost á að finna það sem hægt er að njóta ókeypis um allan heim. Fyrsta borgin er Reykjavík. Seinna meir er ætlunin að fara með hugmyndina út fyrir landsteinana. Það verður spennandi fyrir okkur íslendinga þegar Inga er búin að stofna Freecitytravel.com deildir um hinar ýmsu borgir um allan heim.

Mynd: Karamba Laugavegi 22, af freecitytravel.com.
Birt:
5. ágúst 2009
Höfundur:
Höfuðborgarstofa
Tilvitnun:
Höfuðborgarstofa „Ókeypis í Reykjavík - ný vefsíða“, Náttúran.is: 5. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/05/okeypis-i-reykjavik-ny-vefsioa/ [Skoðað:2. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. maí 2012

Skilaboð: