Fæðulýðræði núna!
Þann 31. janúar nk. munu fjölskyldubú vestan hafs taka þátt í fyrstu umferð lögsóknar til varnar þeim bændum sem orðið hafa fyrir því að fá erfðabreytt fræ sem risafyrirtækið Montano hefur „einkaleyfi“ á yfir á akra sína, með þeim afleiðingum að lífrænir bændur og aðrir bændur sem stunda ekki erfðabreytta ræktun hafa orðið fyrir því að uppskera þeirra hefur mengast auk þess sem Montano telur sig hafa rétt á bótum vegna þess að viðkomandi bændur „noti“ erfðabreytt fræ þeirra í óleyfi. Á undanförnum tuttugu árum hefur fræeinokun Monsanto vaxið ásmegin og er nú svo komið að næstum 90% af af fimm aðal framleiðslutegundunum í Bandaríkjunum, þ.e. maís, sojabaunir, bómull, repja og sykurrófur eru ræktaðar úr erfðabreyttum fræjum í einkaleyfi Monsanto.
Í mörgum tilvikum eru bændur þvingaðir til að hætta að rækta tilteknar tegundir til að forðast erfðablöndun og mögulega lögsókn af hendi Monsanto. Monsanto hefur viðurkennt að hafa farið í mál við 144 fjölskyldubú á árunum frá 1997 til 2010, auk þess að hafa gert „samkomulag“ utan réttar við 700 bændur í viðbót, án þess að gera opinbert hve háar upphæðir Monsanto hefur farið fram á að fá greitt í miskabætur. Vegna þessara harðsvíruðu lögsókna Monsanto gegn bændum hefur skapast andrúmsloft hræðslu og örvinglunar í sveitum Bandaríkjanna sem hrakið hafa tugi bænda í gjaldþrot.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fæðulýðræði núna!“, Náttúran.is: 20. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/20/faedulydraedi-nuna/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.