Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin bjóða til hádegisfyrirlesturs undir yfirskriftinni „Vatnsmiðlun og lífið“ þar sem Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um samspil vatns og jarðvegs.

Erindið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 7. júní og hefst kl. 12:10.

Mold er mikilvægur liður í hringrás vatnsins á jörðinni. Jarðvegsvernd er því sérlega þýðingarmikil en Íslendingar eru komnir skammt á þeirri braut að huga að mold í tengslum við vatnsvernd.

Að loknu erindi gefst tími til umræðna en fyrirlestrinum lýkur fyrir kl. 13:00.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Fyrirlesturinn er annar í röð hádegiserinda í fyrirlestrarröðinni „Má bjóða þér vatn?“ sem efnt er til í tilefni af evrópsku ári vatnsins. Í þeim verður fjallað um vatn frá ólíkum sjónarhornum og er gert ráð fyrir að þau verði með reglulegu millibili út árið.

Ljósmynd: Þingvallavatn ©Árni Tryggvason.

Birt:
7. júní 2012
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Vatnsmiðlun og lífið - í hádegisfyrirlestri“, Náttúran.is: 7. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/29/vatnsmidlun-og-lifid-i-hadegisfyrirlestri/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. maí 2012
breytt: 7. júní 2012

Skilaboð: