Vefsíðan www.vitamin.is var opnuð rétt fyrir áramót. Síðan er unnin af starfsfólki Icepharma með það að markmiði að veita upplýsingar um þær vítamínlínur og bætiefni sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. "Á vitamin.is er líka að finna almennan fróðleik um vítamín og bætiefni auk frétta af ýmsu sem er að gerast hér á landi og erlendis og tengist vítamínum og heilsu," segir Edda Blumenstein, markaðsstjóri Icepharma. Á vitamin.is er fólki einnig boðið að skrá sig á póstlista. Með skráningu mun fólki berast upplýsingar um tilboð, nýjungar og ýmsan áhugaverðan fróðleik. Fyrstu 200 sem skrá sig á póstlista vitamin.is fá gefins vikuskammt úr Vitabiotics-vítamínlínunni.

Edda segir hugmyndina að síðunni hafa vaknað fyrir nærri tveimur árum, en þá þótti vanta síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um mismunandi tegundir af vítamínum og bætiefnum og virkni þeirra á einum stað. "Á síðunni eru greinargóðar upplýsingar um hvert og eitt vitamin sem við bjóðum. Enn fremur hvaða virkni viðkomandi vítamín hefur, hvaðan það er sprottið, hvernig skortur eða ofneysla á því lýsir sér, hverjar geta verið aukaverkanir og auk þess upplýsingar um ráðlagða dagskammta," upplýsir Edda. Hún bendir hins vegar á að þótt upplýsingarnar á síðunni séu góðar og gildar, sé fólki ávallt ráðlagt að leita ráða hjá fagfólki áður en það ákveður að taka inn ákveðin vítamín og bætiefni.

Á vitamin.is er hægt að leita upplýsinga eftir vörulínum, en auk þess er sérstakur tengill á einstaka heilsuflokka. "Þar er hægt að skoða hvaða vítamín henta mismunandi hópum fólks með ólíkar þarfir. Sem dæmi um flokka má nefna: breytingaskeið, húð, hár og neglur, karlar, konur, meðganga, orka, ónæmiskerfið og sport-vítamín," segir Edda.

Birt:
18. janúar 2012
Höfundur:
Fréttablaðið
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Fréttablaðið „Ný vefsíða um vítamín og bætiefni“, Náttúran.is: 18. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/18/ny-vefsida-um-vitamin-og-baetiefni/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: