Fróðleikur um pöddur
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað sérstakt vefsvæði á heimasíðu stofnunarinnar með fróðleik um pöddur. Stofnunin reynir með þessu að mæta auknum áhuga landsmanna á náttúru landsins. Á heimasíðu stofnunarinnar verður fjallað um pöddur af ýmsu tagi, tegundir sem lifa í íslenskri náttúru og görðum landsmanna, híbýlum og gripahúsum, útlendar tegundir sem flækjast til landsins með vindum, svo og tegundir sem slæðast með varningi. Sagt er frá útbreiðslu tegundanna utan lands sem innan, lífsháttum þeirra og ýmsum öðrum fróðleik sem kann að vekja áhuga.
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, samdi textana og eru þeir byggðir á innlendum sem erlendum heimildum og upplýsingum sem varðveittar eru í gagnagrunni stofnunarinnar. Erling vinnur markvisst að því að ljósmynda pöddurnar og koma sér upp myndabanka með pöddumyndum.
Umfjöllun um pöddur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fróðleikur um pöddur“, Náttúran.is: 24. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/24/frooleikur-um-poddur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2012