Eldbjargarmessa
Svo hefur 7. janúar verið nefndur í íslenskum almanökum síðan 1837. Engar heimildir hefur hinsvegar verið að finna um nokkra almenna útafbreytni meðal fólks á þessum degi. Í ljós kemur þó í bréfi frá sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar, að a.m.k. ein fjölskylda í Borgarfirði hefur haldið minning þessa dags í kringum 1700, lítilli ölskál. Síðan héldu þeir skálinni fastri í munninum með hendur fyrir aftan bak, gerðu hnykk á höfuðið og köstuðu skálinni aftur fyrir sig. Um leið áttu menn að hugsa sér eitthvað eða óska. Kæmi skálin niður á hvolfi, var það neikvætt svar annars jákvætt.
Það fólk var að vísu af útlendu bergi brotið í einn legg. Ekki kann sr. Jón neitt að skýra frá því, hvernig þau hefðu haldið daginn hátíðlegan. En í Noregi eru til lýsingar á athöfninni allt frá 18. öld, þótt auðvitað séu þær ekki alveg samhljóða: Menn settust á gólfið og drukku úr.
Önnur norsk heimild greinir hinsvegar svo frá, að á þessu kveldi kæmi húsmóðirinn inn með ölskál, drykki skál eldsins fyrir framan eldstæðið, skvetti afganginum í eldinn og mælti: “Svo hátt minn eldur, en hvorki hærri né heitari eldur.” Þessi athöfn fór í Noregi tíðast fram 7. janúar, en sumstaðar þó 6. eða 13. janúar. Nafnið siðarins er skrifað á ýmsa vegu í þeirra máli, svo sem Ölbærminne eða Elbiör-minde, og er af þeim orðum ekki augljóst, hvort hann er upphaflega tengur við eldinn eða ölið. Í Báhúsléni í Svíþjóð, sem áður var norskt svæði, kemur á 18. öld fyrir nafnið Eldborgs Skal, en er þá bundið við kyndilmessu 2. febrúar. Og í Færeyjum var til svipaður spásiður og í Noregi, sem gekk undir nafninu Herborga(r)minni eða Herbergaminni og var tengdur við þriðjudag eða miðvikudag í föstuinngang, þ.e. sprengidag og öskudag hjá okkur. Sé með þessu verið að signa eldinn, er það trúlegast annaðhvort í þeim tilgangi, að hann verði ekki að grandi eða til að hann kulni aldrei út, nema hvorttveggja sé. En eins má vera, að hér sé hátíðlega verið að slökkva einhvern sérstakan jólaeld.
Knútsdagur er annað nafn á 7. janúar, og er hann þá kenndur við Knút hertoga hinn danska, sem drepinn var með svikum þann dag árið 1131. Á morðstaðnum spratt fram lind, og var hann talinn helgur maður af alþýðu. Þessu nafni bregður stöku sinnum fyrir í íslensku, en einnig er hann stundum nefndur affaradagur jóla, sem mun lúta að því, að þá sé jólunum endanlega lokið og gestir þeir búi sig til heimferðar, sem lengst hafa setið.
Úr Sögu daganna eftir Árna Björnsson.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Eldbjargarmessa“, Náttúran.is: 7. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/eldbjargarmessa/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 6. janúar 2013