Vodafone umhverfisböðull maímánaðar
Á bloggsíðu Guðmundar Gunnarssonar segir svo í dag:
Fyrir nokkur skrifaði ég pistil um óskemmtilegarathafnir jeppamanns á Úlfarsfelli. Í ljós kom að þarna var á ferðinni ungur og óreyndur maður sem hafði komið sjálfum sér í sjálfheldu upp á fellinu.
Undanfarið hefur maður séð stóra gröfu athafna sig í fellinu við að lagfæra aðalveginn upp fellið. Ég hélt að þarna væri á ferðinni tilraun til þess að beina þeirri umferð sem er þarna upp inn á einn veg og síðan ætti að loka og lagfæra aðrar skemmdir.
Ég fór þarna upp í dag, hef látið Úlfarsfellsferðir sitja á hakanum á meðan gott gönguskíðafæri er í Bláfjöllum. Þá blasti við að það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi. Búið er að grafa heilmikið sár niður fallegustu hlíð fellsins, sem hingað til hefur fengið grið fyrir skemmdarverkum.
Hér er ekki á ferðinni ungur maður sem ekki áttaði sig á því hvaða vandræði hann væri að rata í. Hér er á ferðinni stórt fyrirtæki Vodafone sem vinnur þessi umhverfisspjöll á fyrirfram skipulagðan hátt. Td. hefði verið hægur vandi að hlífa hinni fallegu fjallshlíð með því að fræsa strenginn í veginn sem búið var að böðlast með alla leið upp.
Vodafone er semsagt skipulagður umhverfisböðull.
Niðri við veginn voru stór gröfuferlíki sem á að nýta til þess að fræsa sveran streng upp á fellið þar Vodafone ætlar síðan að reisa heilmikið mastur.
Það er óskiljanlegt hvernig þetta fór í gegnum umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar. Úlfarsfellið er eitt af vinsælasta útvistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Þar fara um hundruð manna á hverjum degi allt árið.
Ljósmynd: Framkvæmdir Vodafone á Úlfarsfelli, Guðmundur Gunnarsson tók myndina.
Birt:
Tilvitnun:
Guðmundur Gunnarsson „Vodafone umhverfisböðull maímánaðar“, Náttúran.is: 22. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/22/vodafone-umhverfisbodull-maimanadar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.