IKEA í Bretlandi hefur keypt 12MW vindorkubú og hefur í hyggju að setja upp 39 þúsund sólarrafhlöður á verslunum sínum og stefnir að því að nota 100% endurnýjanlega orku, úr eigin framleiðslu. Sænska húsbúnaðarrisakeðjan í Bandaríkjunum hefur nýlega aukið við sólarrafhlöður sínar í Kaliforníu og einnig á austurströndinni, og hefur gefið yfirlýsingar um, skv. Market Watch, að sólarrafhlöður muni vera settar upp í IKEA verslunum í suðurhluta Bandaríkjanna. Það þýðir að 75% af IKEA verslunum í Bandaríkjunum verði knúnar með raforku úr eigin framleiðslu, og áhugavert að IKEA hyggst eiga sólarrafhlöðurnar sjálf frekar en að leigja þær af raforkuframleiðendum.

Miðað við vel kynntar yfirlýsingar IKEA um óöryggið sem vaxandi orkuverð í nánustu framtíð getur haft í för með sér, gæti þessi stefna IKEA haft mikil áhrif á önnur stórfyrirtæki, í framfaraátt. Hvaða risaverslunarkeðjur munu vera næstar til að taka við sér og innleiða græna stefnu í orkumálum sínum?

Birt:
14. desember 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „IKEA stefnir að því að vera sjálfbær í orkuframleiðslu“, Náttúran.is: 14. desember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/12/14/ikea-stefnir-ad-thvi-ad-ver-sjalfbaer-i-orkuframle/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. desember 2011

Skilaboð: