Hvað eru loftslagsbreytingar?
Aukin gróðurhúsaáhrif kunna að valda loftslagsbreytingum. Líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni yrðu meðal annars þær að gróðurbelti færðust til, yfirborð sjávar myndi hækka og flóðahætta aukast á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess kynnu að verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum og seltu.
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) um loftslagsbreytingar hefur lagt mat á hugsanlega þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda til næstu aldamóta og hefur í því sambandi skilgreint mismunandi sviðsmyndir sem byggja á forsendum um fólksfjölgun, efnahagsýróun, tækniþróun og aðgerðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hagstæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að styrkur koltvíoxíðs verði 540 ppm um næstu aldamót en við verstu aðstæður getur þessi styrkur orðið 970 ppm. Þessi aukning á að miklu leyti rætur að rekja til mannlegra athafna, þá einkum til bruna á jarðefnaeldsneyti og eyðingar skóga.
Í hverju felast loftslagsbreytingar
Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er talinn leiða til röskunar á veðurfari á jörðinni, m.a. hækkun á meðalhita. Hve mikil sú hlýnun verður ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda en milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar spáir hækkun á hitastigi á bilinu 1,4-5,2°C næstu hundrað árin. Slík hlýnun á sér ekki hliðstæðu í loftslagssögu jarðar síðasta árþúsundið. Talið er að hlýnað hafi um 0,6°C síðustu hundrað árin og svo virðist sem hraði hlýnunarinnar hafi aukist á síðustu 20 árum.
Efnið er fengið af vef Umhverfisstofnunnar.
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) um loftslagsbreytingar hefur lagt mat á hugsanlega þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda til næstu aldamóta og hefur í því sambandi skilgreint mismunandi sviðsmyndir sem byggja á forsendum um fólksfjölgun, efnahagsýróun, tækniþróun og aðgerðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hagstæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að styrkur koltvíoxíðs verði 540 ppm um næstu aldamót en við verstu aðstæður getur þessi styrkur orðið 970 ppm. Þessi aukning á að miklu leyti rætur að rekja til mannlegra athafna, þá einkum til bruna á jarðefnaeldsneyti og eyðingar skóga.
Í hverju felast loftslagsbreytingar
Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er talinn leiða til röskunar á veðurfari á jörðinni, m.a. hækkun á meðalhita. Hve mikil sú hlýnun verður ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda en milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar spáir hækkun á hitastigi á bilinu 1,4-5,2°C næstu hundrað árin. Slík hlýnun á sér ekki hliðstæðu í loftslagssögu jarðar síðasta árþúsundið. Talið er að hlýnað hafi um 0,6°C síðustu hundrað árin og svo virðist sem hraði hlýnunarinnar hafi aukist á síðustu 20 árum.
Efnið er fengið af vef Umhverfisstofnunnar.
Birt:
14. ágúst 2007
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Hvað eru loftslagsbreytingar?“, Náttúran.is: 14. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/18/hva-eru-loftslagsbreytingar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. október 2007
breytt: 12. desember 2011