Ný doktorsrannsókn leiðir í ljós að umhverfiseitur leynist í matarumbúðunum
Sex af hverjum tíu pappírspokum utan um matvæli inniheldur umhverfiseitur sem eykur hættuna á krabbameini og krónískum nýrnasjúkdómi. Pokar utan um örbylgjupoppkorn og umbúðir utan um tilbúið rúgbrauðsdeig innihalda svo mikið af flúorefnum sem ekki eyðast að það getur verið hættulegt heilsunni að borða innihaldið í því magni sem Danir gera, að því er segir í frétt á vef Jyllands Posten.
Í fréttinni er greint frá niðurstöðum rannsókna Xenia Trier vegna doktorsverkefnis síns. Trier segir að fyrrgreind efni safnist upp í líkamanum og þess vegna eigi þau ekki að vera nálægt matvælum. Hún segir að pappír eigi að sjúga í sig fitu og að það sé grunsamlegt geri hann það ekki. Sjálf vill hún plast utan um matvæli í stað pappírs og pappa.
Birt:
Tilvitnun:
ibs „Ný doktorsrannsókn leiðir í ljós að umhverfiseitur leynist í matarumbúðunum“, Náttúran.is: 24. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/24/ny-doktorsrannsokn-leidir-i-ljos-ad-umhverfiseitur/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.