Félagar í samtökunum Saving Iceland reistu ábyrgðaraðilum Kárahnjúkavirkjunar niðstöng á föstudagskvöldið 9. nóvember. Á níðstönginni var stytta Jóns Sigurðssonar látin halda þangað til hún (þ.e. níðstöngin) var tekin niður af vörðum íslenskra laga.

“Við höfum reynt allar löglegar leiðir og jafnvel ögrað ramma laganna í viðleitni okkar til að sporna gegn viðurstyggð eyðingarinnar. Það er auðvitað svolítið galið að kalla dularöfl til fulltingis en við reynum allt og í augnablikinu hef ég meiri trú á tilvist álfa, trölla og jólasveina en á samvisku stjórnmálamanna og aðhaldi almennings,” segir Eva Hauksdóttir, aðgerðasinni og norn í aðdraganda særingarinnar.

Myndin er af níðstönginni á styttu Jóns Sigurðssonar gegnt Alþingishúsinu.
Sjá meira um uppákomuna á vef savingiceland.org.

Ljósmynd frá Saving Iceland.
Birt:
10. nóvember 2007
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Níðstöng reist á Austurvelli“, Náttúran.is: 10. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/11/nstng-austurvelli/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. nóvember 2007
breytt: 23. nóvember 2011

Skilaboð: