Dagana 21., 23. og 28. nóvember nk. heldur Tækniskóilnn námskeið sem nefnist „Smíði úr íslenskum viði“. Námskeiði hefst með kynningu á innlendum við og sýnikennslu. Fjallað verður um kosti og galla einstakra trjátegunda og hvernig hægt er að nýta þann við sem fellur til við grisjun og fellingu trjáa, ekki síst í görðum.

Verkleg þjálfun verður skipulögð í samráði við þátttakendur og út frá verkefnum þeirra. Þátttakendur taka með sér viðarbút sem hentar í það sem á að smíða skal sem og tálguhníf. Unnið verður í rennibekk, bandsög og með tálguhníf, trélím, þvingur og teygjur.

Kennari er Jón Guðmundsson trérennismiður og plöntulífeðlisfræðingur.

Sjá nánar á vef Tækniskólans www.tskoli.is.

Birt:
18. nóvember 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tækniskólinn heldur námskeið um smíði úr innlendum viðartegundum“, Náttúran.is: 18. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/18/taekniskolinn-heldur-namskeid-um-smidi-um-innlendu/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: