1. desember árið 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Einber tilviljun mun hafa ráðið því, að hann varð fyrir valinu, en ekki einhver annar. Menn hylltust til að fastsetja mikilvægar ákvarðanir fyrsta dag einhvers mánaðar. Til dæmis fluttist stjórn íslenskra sérmála inn í landið 1. febrúar 1904. Hinsvegar þótti sumum eftir á, að ekki hefði það spillt, að þetta var fæðingardagur Eggerts Ólafssonar, sem drukknað hafði á Breiðafirði 150 árum fyrr. En það hefur naumast verið haft í huga, því að tillagan um dagsetninguna kom frá danskri hlið.

Lítil sem engin minning dagsins var því haldin næstu tvö ár á eftir, nema fánar voru sumstaðar dregnir að hún og kennsluhlé gert í skólum. Það er svo árið 1921 sem stúdentar við Háskóla Íslands efna til hátíðarhalds í Reykjavík 1. desember til minningar um Eggert Ólagsson og safna fé í minningarsjóð hans. Árið eftir, 1922, halda stúdentar svo daginn hátíðlegan sem þjóðminningardag og hefur veirð svo æ síðan, þótt blæbrigði hátíðahaldanna hafi verið ærið breytileg. Smám saman varð 1. desember svo reglulegur hátíðisdagur þjóðarinnar í bæjum og sveitum, eftir því sem árstíminn lefyði, og var svo fram til 1944, þegar lýðveldisdagurinn 17. júní leysti hann af hólmi. En stúdentar héldu engu að síður áfram að eigna sér dagnn og hefur löngum gustað meira um hann en lýðveldisdaginn.

Birt:
1. desember 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Fullveldisdagurinn“, Náttúran.is: 1. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/fullveldisdagurinn/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: