Hvað er á ferðinni? - Ný óværa í garðinum
Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur og rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins verður með fyrirlestur á Garðyrkjufélags Íslands, fimmtudaginn 24. nóvember í fundarsal Arionbanka, Borgartúni 19 og hefst fyrirlesturinn kl. 20:00.
Meindýrum á trjágróðri hefur fjölgað verulega hér á landi að undanförnu og eins hefur tjón af tegundum sem fyrir voru í landinu aukist.
Margt bendir til þess að hlýnandi loftslagi fylgi fjölgun skordýra, en svipaða sögu eru að segja frá öðrum löndum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvers sé að vænta í framtíðinni og til hvaða aðgerða sé unnt að grípa til að sporna við þessari þróun.
Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir félaga í Garðyrkjufélagi Íslands og maka þeirra, en kr. 1,000,- fyrir utanfélagsmenn.
Allir velkomnir!
Birt:
Tilvitnun:
Valborg Einarsdóttir „Hvað er á ferðinni? - Ný óværa í garðinum“, Náttúran.is: 17. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/17/hvad-er-ferdinni-ny-ovaera-i-gardinum/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.