Stóruvellir í Bárðardal standa vestan við Skjálfandafljót rúmlega 20 km frá þjóðvegi 1 sunnan við Goðafoss. Áður var stundaður hefðbundinn búskapur á Stóruvöllum en nú er þar bræddur mör og lambafita.

Útikerti er eitt af framleiðsluvörum Stóruvalla. Kertin eru framleidd úr íslenskri náttúru- afgangsafurð „hamsatólg“. Tólgarkerti voru algeng hér áður fyrr og eru nú endurborin í útikertunum frá Stóruvöllum. Brennslutími kertanna er mun lengri en sambærilegra kerta úr vaxi eða um 10-12 kls. Kertin lita ekki frá sér og henta því mjög vel á legsteina.

Forsaga framleiðslunnar er sú að árið 1992 voru hafnar tilraunir með framleiðslu og sölu á hamsatólg og tólg á búinu. Árangurinn af þessum tilraunum varð það góður að hafist var handa við að breyta 24 m2 mjólkurhúsi í iðnaðarhúsnæði sem uppfyllti skilyrði til matvælaframleiðslu. Haustið 1993 hófst svo framleiðslan fyrir alvöru.

Fyrirtækið Stóruvellir ehf var stofnað árið 1995 og framleiðslan jókst smátt og smátt jafnframt því sem tækjabúnaður var aukinn og aðstaðan bætt. Árið 2004 dundu síðan áföllin yfir en þá brann atvinnuhúsnæðið til grunna og það ekki einu sinni heldur tvisvar. En upp var staðið, þrjóskan nýtt til hins þtrasta og sótið blásið af. Hafist var handa við uppbyggingu og í dag er framleiðslan í glæsilegu og vel útbúnu 160 m2 húsnæði með góðum tækjabúnaði og vinnuaðstöðu.

Hráfefnið:
Mör er fenginn frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík og eru brædd 50-60 tonn á ári hverju. Með þessu ný tist þetta náttúrulega hráefni sem annars væri hent.

Framleiðslan:
Uppistaðan í framleiðlsunni er hamsatólg en einnig er framleidd hrein tólg (t.d. til steikingar á kleinum), hangiflot og útkerti. Auk þess er tólgin seld til sápu og kremgerðar. Öll afgangstólg fer svo í svína- og loðdýrafóður.

Framleiðsla Stóruvalla er nú kynnt á Handverkshátiðinni að Hrafnagili í Eyjafirði.

Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
11. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslensku tólgarkertin endurborin“, Náttúran.is: 11. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/11/slensk-tlgarkerti-endurborin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. nóvember 2011

Skilaboð: