Farfuglaheimilið í Laugardal meðal þeirra umhverfisvænustu í heimi
Vefsíðan www.gadling.com hefur útnefnt Farfuglaheimilið í Laugardal í Reykjavík sem eitt af 10 umhverfisvænustu farfuglaheimilum í heimi. Rík umhverfismeðvitund sé ráðandi í rekstri heimilisins, það sé staðsett við hlið sundlaugarinnar í Laugardal og stutt í margar náttúruperlur.
Tekið er fram að farfuglaheimilið leggi mikla áherslu á endurvinnslu, orkusparnað, bjóði morgunverð úr lífrænt ræktuðu hráefni úr grenndinni og selji drykki sem eiga uppruna sinn í „fair-trade“ viðskiptum. Þá geti gestir á heimilinu fengið upplýsingar um „græna kosti“ í ferðamennsku.
Birt:
16. nóvember 2011
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Farfuglaheimilið í Laugardal meðal þeirra umhverfisvænustu í heimi“, Náttúran.is: 16. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/16/farfuglaheimilid-i-laugardal-medal-theirra-umhverf/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.