80% vegfaranda á Laugaveginum gangandi

Rþmi fyrir bifreiðar er mikið á Laugaveginum en þó ný tur gatan mestra vinsælda gangandi vegfarenda. Fram kom meðal annars í ferðavenjukönnun Umhverfis- og samgöngusviðs að laugardaginn 18. júlí á bilinu 13.00 - 16.00 fóru 6.085 gangandi vegfarendur um Laugaveg við Klapparstíg, 1.371 bifreið og 138 á reiðhjóli.
Tilefni þessarar könnunar er tilraun sem gerð verður 5. september á vegum Umhverfis- og samgöngusviðs um að loka Laugaveginum í miðborginni fyrir bifreiðum eftir hádegi og leyfa gangandi að nota allt rýmið sem gefst á götunni. „Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að loka Laugaveginum að einhverju leyti fyrir bifreiðum og nú ætlum við að gera tilraun fyrsta laugardag í september,“ segir Þorbjörg Helga og að betri borg fyrir gangandi og hjólandi sé eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík.
Hún segir að kynningarfundur með öllum hagsmunaaðilum og íbúum verði haldinn fljótlega um fyrirhugaða lokun. Kaupmönnum við Laugaveginn hafi áður verði sent bréf um málið og fundur haldinn með þeim. Gögnum verði safnað áfram um ferðavenjur á Laugaveginum.
Talið var á tveimur stöðum, gatnamót Laugavegar og Klapparstígs og svo við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs. Talið var fimmtudaginn 16. júlí og laugardaginn 18. júlí, báða daga frá kl. 13:00 til 16:00.
Birt:
13. ágúst 2009
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „80% vegfaranda á Laugaveginum gangandi“, Náttúran.is: 13. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/13/80-vegfaranda-laugaveginum-gangandi/ [Skoðað:2. apríl 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. nóvember 2011