Öndunarfærin
Öndunarfærin eru nef, háls, barkakþli, barki og lungu. Þegar við öndum að okkur fyllast lungun af lofti og úr því vinna þau súrefnið sem er nauðsynlegt öllum furmum líkamans. Við útöndun losar líkaminn sig við koltvísýring. Í hvíld öndum við að okkur um fimmtán sinnum á mínútu og lungu fullorðinna rúma um þrjá lítra af lofti. Djúp öndun getur tvöfaldað rúmtak lungna. Þess vegna eru öndunaræfingar mjög styrkjandi og nauðsynlegar fyrir lungun, rétt eins og líkamsæfingar eru nauðsynlegar fyrir vöðva líkamans. Söngur er án efa ein besta æfingin fyrir lungu og því er gott fyrir f´lk sem þjáist af asma að stunda reglulegar söngæfingar því að talið er að það dragi úr líkum á slæmum asmaköstum. Heilbrigð lungu tryggja nægilega súrefnisuppt0ku en lungun eiga einnig þátt í að losa úrgangsefni úr líkamanum. Röng öndun, reykingar og innöndun mengaðs lofts veldur því að ekki aðeins álagi á lungu, heldur einnig á önnur líffæri sem sja um losun úrgangsefna úr líkamanum, s.s. ný ru, þarma og húð. Víða í þéttbýli þjáist fólk af öndunarfærajsúkdómum vegna mikillar loftmengunar.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Öndunarfærin“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/ndunarfrin/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. nóvember 2011