Crymogea stendur fyrir fyrirlestri þýsk-bandaríska ljósmyndafræðingsins og sýningarstjórans Celina Lunsford sem ber heitið "Er íslenskt landslag asnalegt?" í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19,  á morgun miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12:00.

Celina Lunsford er sýningarstjóri FotografieForum International og spannar sýningarstjóraferill hennar yfir 20 ár. Sérsvið hennar er alþjóðleg ljósmyndun. Lunsford er myndastjóri bókarinnar Ný náttúra / Frontiers of Another Nature sem bókaútgáfan Crymogea gaf út í tengslum við sýningu á verkum íslenskra samtímaljósmyndara í Frankfurter Kunstverein í Frankfurt am Main nú í haust.

Mynd: Bókarkápa Nýrrar Náttúru.

Birt:
15. nóvember 2011
Uppruni:
Crymogea
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Er íslenskt landslag asnalegt?“, Náttúran.is: 15. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/15/er-islenskt-landslag-asnalegt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: