Auglýst eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.
Tilnefningar skal senda inn í síðasta lagi 12. desember 2011.
Dómnefnd tilnefnir allt að 13 aðila í síðasta lagi 16. apríl 2012.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 22.maí og verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í lok október 2012.
Eitt íslenskt fyrirtæki Marorka ehf hefur hlotið Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs en á hverju ári eru mismunandi áherslur settar varðandi úthlutunina s.s. orkumál, ferðaþjónusta, grænir bankar o.s.fr.
Öllum er frjálst að tilnefna aðila en það er gert með því að fylla út eyðublað á vef Norden, smella hér.
Ljósmynd: Rauðsmári, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Auglýst eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: 15. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/15/auglyst-eftir-tilnefningum-til-natturu-og-umhverfi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.