Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi standa fyrir málþinginu „Einstök náttúra Eldsveitanna“ í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 20. nóvember kl. 14:30-16:50.
Málþingið er öllum opið og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

Dagskrá:

  • 14:30 Setning: Ólafía Jakobsdóttir
  • 14:35 Myndir og fróðleikur frá Hólmsá - Vigfús Gíslason frá Flögu í Skaftártungu
  • 15:05 Myrkur um miðjan dag – nokkur stórgos í Skaftárþingi - Haukur Jóhannesson jarðfræðingur
  • 15:35 Kaffihlé
  • 15:50 Stórkostlegastu sýningu í heimi getur að líta í Skaftárhreppi - Ómar Þ. Ragnarsson fjölmiðlamaður
  • 16: 20 Umræður og fyrirspurnir
  • 16:50 Samantekt og slit málþings

Málþingsstjóri verður Jóna Björk Jónsdóttir
Nánari upplýsingar í síma 892 9650 og á netfanginu eldvotn@gmail.com.
Sjá viðburðinn á Facebook.

Athugið að aðalfundur Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi verður haldinn í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri fyrir málþingið; sunnudaginn 20. nóvember 2011 kl. 13:00-14:20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Aðalfundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir.

Í tilefni málþingsins mun Icelandair Hótel Klaustur bjóða uppá sértilboð á gistingu með morgunmat ásamt glæsilegu villibráðarhlaðborði, laugardagskvöldið 19.nóvember. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 487-4900 eða á klaustur@icehotels.is.

Ljósmynd: Skaftárflúðir, Eldvötn.

Birt:
15. nóvember 2011
Tilvitnun:
Ólafía Jakobsdóttir „Málþing um einstaka náttúra eldsveitanna - Eldvötn“, Náttúran.is: 15. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/15/malthing-um-einstaka-nattura-eldsveitanna-eldvotn/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: