Haustfundur Landsvirkjunar „Að klífa fjallið - Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa?“ verður haldinn í Silfurbergi Hörpu, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 14:00-16:00.

Árið 2010 setti Landsvirkjun sér nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Á fundinum verður leitast við að draga fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins.

Dagskrá

  • Arðsemi Landsvirkjunar: Óraunhæfar eða nauðsynlegar kröfur? - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Samkeppnishæfni í grænu hagkerfi. - Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs
  • Vindorka – raunhæfur kostur á Íslandi? - Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
  • Ný stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð - Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs
  • Spurningar og umræður

Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar

Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins.

Hægt er að skrá sig á haustfundinn hér.

Birt:
14. nóvember 2011
Höfundur:
Landsvirkjun
Uppruni:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Að klífa fjallið - haustfundur Landsvirkjunar“, Náttúran.is: 14. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/14/ad-klifa-fjallid-haustfundur-landsvirkjunar/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: