Að klífa fjallið - haustfundur Landsvirkjunar
Haustfundur Landsvirkjunar „Að klífa fjallið - Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa?“ verður haldinn í Silfurbergi Hörpu, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 14:00-16:00.
Árið 2010 setti Landsvirkjun sér nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Á fundinum verður leitast við að draga fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins.
Dagskrá
- Arðsemi Landsvirkjunar: Óraunhæfar eða nauðsynlegar kröfur? - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
- Samkeppnishæfni í grænu hagkerfi. - Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs
- Vindorka – raunhæfur kostur á Íslandi? - Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
- Ný stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð - Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs
- Spurningar og umræður
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar
Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins.
Birt:
14. nóvember 2011
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Að klífa fjallið - haustfundur Landsvirkjunar“, Náttúran.is: 14. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/14/ad-klifa-fjallid-haustfundur-landsvirkjunar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.