Friðlýsing og deiliskipulag Jökulsárlóns til umræðu
Umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að ráðstefnu um deiliskipulag og hugmyndir um friðlýsingu vestanverðs Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi næstkomandi fimmtudag.
Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að unnið er að nýju deiliskipulagi við Jökulsárlón á sama tíma og komið hafa fram hugmyndir um að vesturhluti lónsins og Breiðamerkursands, sem eru þjóðlendur, verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Markmiðið með ráðstefnunni er að efna til umræðu um Jökulsárlón út frá víðu sjónarhorni um leið og heimamenn og aðrir hagsmunaaðilar fá kynningu á nýju deiliskipulagi og tillögu að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Meðal umræðuefna verða náttúrfar og landslag, jökullinn og lónið, ströndin, vegagerð, þjóðgarður í tengslum við Jökulsárlón, gildi lónsins fyrir ferðaþjónustu, hvernig Jökulsárlón og Suðausturland birtist í kvikmyndum auk fyrrnefndrar deiliskipulagstillögu.
Ráðstefnan verður í Freysnesi, fimmtudaginn 17. nóvember og stendur frá kl. 13 til 17. Hún er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Ljósmynd: Jökulsárlón, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir „Friðlýsing og deiliskipulag Jökulsárlóns til umræðu “, Náttúran.is: 14. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/14/fridlysing-og-deiliskipulag-jokulsarlons-til-umrae/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.