74% aukning á sanngirnisvottaðum vörum á Norðurlöndum
Orð dagsins 21. apríl 2008
Í Noregi jókst sala á réttlætismerktum (sanngirnisvottuðum) vörum um tæp 74% milli áranna 2007 og 2008, en veltan í þessum viðskiptum fór upp í rúmlega 250 milljónir norskra króna á síðasta ári. Þar munar mestu um stóraukna blómasölu, en blómin eru nú komin fram úr kaffi hvað norskar sölutölur varðar. Þá jókst sala á réttlætismerktum ávaxtasafa um 125% milli ára, og einnig tvöfaldaðist salan á réttlætismerktum vínum. Tæpir 214.000 lítrar af slíkum vökva voru seldir í áfengisbúðum norska ríkisins á árinu, fyrir samtals rúmlega 27 milljónir norskra króna.
Mikil auking varð einnig í sölu á réttlætismerktum varningi á hinum Norðurlöndunum. Þannig jókst veltan á þessum markaði um 75% í Svíþjóð, 57% í Finnlandi og 40% í Danmörku. Þess má geta að sambærilegar tölur eru ekki til fyrir Ísland, þar sem enginn fylgist með þessum markaði hérlendis.
Lesið frétt á heimasíðu MaxHavelaar í Noregi.
Sjá viðmið Náttúrunnar fyrir Siðgæðisvottun.
Athugið að hér á vefnum er sérstök búð með sanngirnisvottaðar vörur „Fair Trade búðin“
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „74% aukning á sanngirnisvottaðum vörum á Norðurlöndum“, Náttúran.is: 21. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/22/74-aukning-siiogaeoisvottaoum-vorum-norourlondum/ [Skoðað:7. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. apríl 2009
breytt: 13. nóvember 2011