Fashion Conscience - vistvæn tíska
Ný síða hefur litið dagsins ljós fyrir hina tískumeðvituðu og einnig þá sem eru í grænni kantinum. Fashion Conscience er vefverslun sem selur tískuföt sem eru umhverfisvæn að einhverju leiti. Slagorð vefsins er eftirfarandi: Það að vera í tísku og siðferðilega ábyrgur er eins einfalt og að:
- Segja NEI við barnaþrælkun og þrælabúðum
- Segja JÁ við lífrænum- og eiturefnalausum klæðnaði og Fair Trade
- Gera það sem stæl!
Við fyrstu sýn virðist vefurinn vera eins og hver annar tískufatavefur en þegar betur er gáð er hægt að sjá að þessi vefur er frábrugðinn hinum. Öll fatamerki hafa verið vandlega valin í verslunina svo að allur fatnaður á vefnum sé umhverfisvænn og hlýti reglum um siðferðilega ábyrg viðskipti (Fair Trade/Sanngirnisvottun).
Hægt er að fara í mismunandi deildir, t.d. nærfatadeild, skódeild, today´s green buy o.fl. en einnig er hægt að leita eftir ákveðinni tísku. Fyrir þá sem eru mikið inní fatamerkjum þá er líka hægt að leita eftir þeim sérstaklega.
Pantanirnar eru sendir í vistvænum umbúðum og einnig eru þær sendar heim með gamla góða ferðamátanum, „reiðhjólinu“.
Hægt er að skoða vefinn nánar á fashion-conscience.com
Mynd af vef fashion-conscience.com
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Fashion Conscience - vistvæn tíska“, Náttúran.is: 27. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/27/fashion-conscience/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. nóvember 2011