Fair Trade búðin
Í vor stofnuð mæðgurnar Ásdís Ósk Einarsdóttir og Arndís Harpa Einarsdóttir búð með sanngirnissvottaðar vörur. Fair Trade búðin býður upp á fjölbreyttar vörutegundir, bæði gjafavörur, búsáhöld, leikföng, skartgripi, ritföng vefnaðarvörur og matvörur.
Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigendum. Sanngirnisvottun eru ekki styrkir eða niðurgreiðsla til bænda heldur trygging fyrir sanngjörnum greiðslum, öruggu vinnuumhverfi, framýróun, virðingu fyrir mannréttindum og umhverfinu sem er undirstaða tryggrar efnahagslegrar og félagslegrar þróunar. Fair trade þýðir þó ekki að um lífræna framleiðslu sé að ræða og hún er ekki umhverfisvottun sem slík heldur vottar hún eins og áður segir að viðskiptaferlið sé byggt á sanngirni auk þess sem að framleiðslan er vistvæn. Sjá nánar um sanngirnisvottun.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fair Trade búðin“, Náttúran.is: 12. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/12/fair-trade-b/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. nóvember 2011