Breska ríkisstjórnin bregst í stuðningi við Fair trade viðskipti
Breska ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd í gær eftir að hafa brugðist í stuðningi sínum við Fair trade* - sanngirnisvottuð viðskipti þrátt fyrir það að hafa sagst ætla að aðstoða fátæk lönd og styðja þau í sanngjörnum viðskiptum sem dregið gæti úr fátækt.Í skýrslu sem alþjóðaþróunarnefnd þingmanna í Bretlandi vann að, segir að Alþjóðaþróunardeildin (**Department for International Development, DIFD) sé eftir á í stuðningi sínum á sanngirnisvottuðum viðskiptum meðal almennings og heildsala en almennur stuðingur hefur aukist mikið á undanförnum misserum.
Malcolm Bruce formaður alþjóðaþróunarnefndarinnar segir að Fair trade samtökin hafi tekið stór skref í átt að viðurkenningu á Fair trade vottuninni, aukinni sölu og fjölgun fyrirtækja, samtaka, bæja og skóla sem öll styðja Fair trade viðskiptin á einhvern hátt.
„Þegar maður kaupir Fair trade vottaða vöru er tryggt að maður er að styðja sanngjörn viðskipti og hjálpa til við að draga úr fátækt. Ríkisstjórnin þarf sem fyrst að þróa betri áætlun um stuðning sinn.“ sagði Bruce.
Þróunarráðherra Bretlands, Gareth Thomas fagnaði skýrslunni og sagði að ríkisstjórnin hefði gefið um 8.5 milljónir punda síðasta áratuginn til að styðja Fair trade viðskipti og væri nú að skoða hvernig hægt væri að mynda nýja áætlun um frekari stuðning.
„Stundun sanngirnis-viðskipta er ein áhrifamesta leiðin til að draga úr fátækt. Fair trade getur veitt mikla hjálp til fátækra með því að sjá til þess að viðskipti sem þau stunda séu sanngjörn og þeim í hag. sagði Thomas.
Traidcraft samtökin sem að hjálpuðu fair trade að ryðja brautina í Bretlandi segir að skýrslan sé merki um það að ríkistjórnin þurfi að herða sig í þessum málum. Engar framfarir geti orðið ef að ríkistjórnin taki ekki nýja stefnu og taki af alvöru á þessum málum.
*sanngjörn viðskipti
**sú deild ríkisstjórnarinnar sem sér um alla hjálp sem Bretland veitir í þróunarríkjum með það að markmiði að draga úr mikilli fátækt.
Sjá grein á The Guardian.
Myndin sýnir eitt af Fair trade vottununum.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Breska ríkisstjórnin bregst í stuðningi við Fair trade viðskipti“, Náttúran.is: 15. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/15/breska-rkisstjrnin-bregst-stuningi-vi-fair-trade-v/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. nóvember 2011