Fairtrade vörur á Íslandi
Úrval af Fair trade (Sanngirnisvottuðum/Réttlætismerktum) vörum á Íslandi er því miður ekki enn samkeppnishæft við önnur lönd en meðlimir Breytanda, ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar, stormuðu í verslanir í fyrravor og gerðu úttekt. Finna má Fair trade vörur í öllum helstu matvöruverslunum og er árangursríkast að leita þeirra á lífræna ganginum. Einnig má finna Fair trade vörum í nokkrum fataverslunum og svo leynast þær líka á kaffihúsum og í leikfangabúðum. Vörutalning var framkvæmd sl. vor og hér má sjá afraksturinn.
Matvöruverslanir:
- Hagkaup (19 vörur – mikið úrval af tei, hrásykur, hrískökur KitKat, ís o.fl.)
- Fjarðarkaup (19 vörur – kaffi, te, hrásykur, orkustykki o.fl.)
- Heilsuhúsið (14 vörur – te, mango chutney, orkustykki o.fl.)
- Krónan (13 vörur – ávaxtasafi, kaffi, te, hunang, kakó, brjóstsykur o.fl.)
- Nóatún (12 vörur – hrískökur, hunang, hrásykur, kaffi, súkkulaði o.fl.)
- 10-11 (10 vörur – mikið úrval af tei, hrásykur, KitKat og hrískökur)
- Maður lifandi (10 vörur – te, mango chutney, hrískökur og orkustykki)
- Nettó (8 vörur – te, hrískökur, KitKat og hunang)
- Bónus (7 vörur – te og hrásykur)
- Samkaup (6 vörur – te, hrásykur og hrískökur)
- Kostur (3 vörur – kaffi)
- Kvosin (1 vara – hrásykur)
Fataverslanir:
- Topshop (10 vörur – bolir og leggings)
- Debenhams (8 vörur – karlmannsföt)
Annað:
- Söstrene Grene (te, hrískökur og hrísgrjón)
- Rúmfatalagerinn (ein tegund af viskastykkjum)
- Náttúran.is (þar má finna Fair Trade búð og deild til hægri á forsíðunni)
- Lítil í upphafi (leikfangabúð við Skólavörðustíg)
- Barnabúðin Garðastræti 17
- Gónhóll Eyrarbakka
- Kolors.is (handunnar töskur og veski)
- Te og kaffi
- Litla kistan (netverslun með barnavörur)
Breytandur hvetja alla til að hafa samband með því að senda póst á changemaker@changemaker.is ef þið komið auga á Fairtrade vörur í verslunum sem við höfum ekki tilgreint hér. Rétt er að benda á að í vörutalningunni var lögð áhersla á vörur sem bera Fairtrade merkið en ekki vörur með sambærilega vottun, s.s. Hand in Hand eða UTZ.
Birt:
Tilvitnun:
Breytendur „Fairtrade vörur á Íslandi“, Náttúran.is: 16. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/16/fairtrade-vorur-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. nóvember 2011