Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfisstyrkja Landsbankans er að styðja við umhverfis- og náttúruvernd.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

  • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
  • Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
  • Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
  • Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.
  • Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.
  • Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.

Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Sækja verður um styrkina sérstaklega og senda umsókn merkta: Umhverfisstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2011 (póststimpill gildir).

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir ferns konar styrkir: Námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunarstyrkir og umhverfisstyrkir.

Markmið Landsbankans með því að veita umhverfisstyrki er í takti við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Landsbankinn ætlar að taka virkan þátt í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans.

Sjá nánar á vef Landsbankans.

Birt:
11. nóvember 2011
Uppruni:
Landsbankinn
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisstyrkir Landsbankans“, Náttúran.is: 11. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/11/umhverfisstyrkir-landsbankans/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. nóvember 2011

Skilaboð: