Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Frá 19. ágúst hafa drög að rammaáætlun verið til umsagnar hjá þjóðinni og rennur umsagnarfrestur út á miðnætti föstudaginn 11. nóvember. Allar innkomnar umsagnir má sjá á vefsvæðinu rammaaaetlun.is.

Opnu 12 vikna samráðs og kynningarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um rammaáætlun lýkur á miðnætti föstudaginn 11. nóvember. Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða og er markmiðið að ná framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og almennri sátt í þjóðfélaginu.

Umsagnir eru sendar inn í gegnum vefsíðuna rammaaaetlun.is og þar má jafnframt sjá allar innkomnar umsagnir og viðamiklar ítarupplýsingar sem tengjast vinnunni á bak við rammaáætlunina sem staðið hefur yfir allt frá árinu 1999.

Sjá umsagnir sem þegar hafa verið sendar inn hér.

Senda inn umsögn hér.

Ljósmynd: Grændalur, Landvernd.

Birt:
11. nóvember 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Síðasti dagur til að senda inn umsögn við Rammaáætlun er í dag“, Náttúran.is: 11. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/11/sidasti-dagur-til-ad-senda-inn-umsogn-vid-rammaaae/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: