Það eru til um 200 tegundir af Aloe Vera plöntum í heiminum en sú sem hefur mestu næringar- og lækningaeigileika er Aloe Vera Barbadensis Miller. Þessi planta hefur þykk og safarík blöð og vex best í heitu og þurru loftslagi, hún líkist kaktus en er meðlimur í liljulauksfjölskyldunni íkt og hvítlaukur. Báðar plönturnar hafa mikla næringar- og lækningaeiginleika. Lækningareiginleikar Aloe Vera plöntunnar hafa verið þekktir frá örófi alda en Alexander mikli notaði Aloe Vera til að græða stríðsmenn sína. Í Biblíunni er líka talað um notkun Aloe Vera plöntunnar (sálmabók 45:8, Jóhannes 19:39, fjórða Mósesbók 24:6). Meðal Egypta notaði hin fagra Kleópatra plöntuna í fegrunarkrem á meðan hinn Gríski læknir Dislorides notfærði sér hina læknandi eiginleika hennar.

Nú á dögum hafa eiginleikar plöntunnar aftur verið uppgötvaðir og hafa rannsóknir á henni leitt lækningarmátt hennar ótvírætt í ljós. Meðal annars hefur verið uppgötvað að plantan inniheldur hormón sem hraðar uppbygingu nýrra frumna og telja margir að Aloe Vera muni verða vopnið í framtíðinni gegn húðkrabbameini og einnig að jurtin muni gegna mikilvægu hlutverki í að verja ónæmiskerfi húðarinnar. Aloe Vera örvar starfsemi húðarinnar og bætir rakatap, það fer dýpra en önnur krem og virkar þar af leiðandi fjótt og vel. Aloe Vera hefur svipaða verkun og sterar en hefur engar hliðarverkanir. Nokkur efnasambönd eru ábyrg fyrir þessari verun en mikilvægt er að Aloe Vera inniheldur ekki kortisón en hefur ensím og önnur frumefni sem vinna vel á sársauka. Aloe Vera inniheldur einnig kalíum, kalsíum, sink, C- og E-vítamín sem eru miklir hvatar í allri lækningu.

Aloe Vera safinn sem unnin er úr blöðum plöntunnar stuðlar að auknum efnaskiptum og eykur orkuframleiðslu eftir því sem líkaminn þarfnast. Aloe Vera inniheldur ensím sem brjóta niður kolvetni, fitu og prótín í maga og þörmum. Aloe Vera getur brotið niður innilokuð efni í þörmum og inniheldur efnið (uronic acid) sem eyðir eiturefnum inni í frumum. Aloe Vera inniheldur auk þess kalíum sem bætir og örvar starfsemi lifur og ný ru sem eru aðalhreinsunarlíffæri líkamans. Aloe Vera inniheldur 6 virk efni sem vinna gegn bakteríum, sveppum og vírusum. Það þykir sannað að bakteríur eins og salmonella og klasakokkar eyðast við notkun Aloe Vera, þá hefur plantan einnig virkað vel gegn candida svepp. Aloe Vera reynist vel gegn sveppasýkingum sé það borið beint á sveppinn. Acemodan (alecticmanmosa) er efni sem finnst í Aloe Vera og hefur reynst vel gegn veirusýkingum. Aloe Vera safinn inniheldur 75 tegundir næringarefna: vítamín, steinefni, amínósýrur og ensím. Aloe Vera Barbadensis Miller jurtin er mjög örugg í allri notkun og hefur engar hliðarverkanir.

Eiginleikar Aloe Vera

Það eru fleiri er 75 þekkt efni í Aloe Vera laufblaðinu en þau hafa ekki öll verið staðfest. Hinir gegnheilu hlutar plöntunnar myndar aðeins 0.5-1.5% og þessa efnisþætti er hægt að greina í nokkra aðalþætti:

1) LIGNIN (TRÉNI): Algjörlega óvirkt sellulósaefni ef það er tekið inn, álitið gega áburðarefni sem smjúga djúpt inn í hörundið.

2) SAPÓNÍN: Þetta eru sápuefni sem eru góð til að hreinsa. Þau innihalda náttúruleg sýklaeyðandi efni.

3) ANTHRAQUINONES: Þetta efni finnst eingöngu í æðasafanum. Það gefur hinu beiska Aloe hin hægðarlosandi áhrif. Það er athyglisvert að vita að þessi efni finnast einnig í sennaplöntunni (belgjurt) og cascara trénu sem vex á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, er efnin í þeim eru notuð sem hægðarlyf; jafnvel finnast þessi efni einnig í rabarbara.

4) STEINEFNI: Natríum, kalíum, zink, kopar, járn og króm. Eina nauðsynlega steinefnið sem ekki finnst er seleníum, sem er mjög nauðsynlegt andoxunarsteinefni (þráavarnarefni). Ákjósanlegt er því að fá seleníum sem bætiefni, við framleiðsluna á Aloe Vera.

5) VÍTAMÍN: Þau samanstanda aðalega af andoxunarvítamínum A, C, og E ásamt B flokki, jafnvel vott af B 12, sem finnst örsjaldan í plöntum. Eina mikilvæga vítamínið sem ekki er í aloe vera er D vítamín. Þarafleiðandi er varnarleysi við nægu sólskyni nauðlegt, þar sem það veitir D vítamín úr húðinni.

6) AMÍNÓSÝRUR: Mannslíkaminn þarfnast 20 amínósýra og aloe vera býr yfir 19 þeirra. Hún sér einnig fyrir sjö af hinum svokölluðu nauðsynlegu amínósýrum sem þurfa að takast inn sem fæða vegna þess að líkaminn getur ekki framleitt þær.

7) ENSÍM: Aloe vera inniheldur tvær megingerðir af ensímum – bólgueyðandi ensím og meltingarensím. Fólk sem drekkur aloe reglulega virðist taka fæðuna upp betur, sér í lagi prótín. Ég held líka að aloe vera hjálpi fólki að taka upp meðöl af meiri skilvirkni - eitthvað sem þeim er nauðsyn að vita þar sem þeir þurfa e.t.v. færri venjubundin meðöl á sama tíma og þeir nota aloe vera.

8) SYKRUR: Aloe vera inniheldur bæði einsykrung (mónósakkarið) svo sem glúkósa (þrúgusykur) og fjölsykrur (pólísakkaríð). Af þeim síðarnefnda eru mólekúl, sem er fær um að hafa áhrif á ónæmiskerfið. Þetta er kallað glúkómannósi, pólímannósi eða á talmáli acemannan.

9) Plöntu sterólar, sterar: Aloe Vera hefur þrjá plöntu steróla, sem allir búa yfir bólgu eyðandi áhrifum.

10) SALISÍLSÝRA: Hún er umbreytt í líkamanum. Hún er lík aspirín að virkni og framleiðir verkjastillandi og bólgueyðandi áhrif.

Hér á Náttúrumarkaði eru nokkrar Aloe Vera vörur í boði.

Birt:
6. september 2007
Tilvitnun:
Eygerður Þorvaldsdóttir „Hvað er Aloe Vera?“, Náttúran.is: 6. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/06/hva-er-aloe-vera/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. nóvember 2011

Skilaboð: