Fyrsta skrefið í Grænum skrefum í starfsemi Reykjavíkurborgar felur í sér aðgerðir sem henta vinnustöðum þar sem efla á vistvænan rekstur en verkefninu var hleypt af stokkunum þ. 28. okt. sl.

1. Í kynningarglærum er stiklað á stóru um tilurð, markmið og fyrirkomulag umhverfisstjórnunarkerfisins.
2. Í glærukynningu á Skrefi 1 er veitt yfirsýn yfir skrefið og aðgerðirnar og framkvæmdinni gerð góð skil.
3. Gátlistinn er notaður sem vinnublað starfsmanna vinnustaðarins og gagnast við að halda utan um vinnuferlið.
4. Þegar öllum aðgerðum af gátlistanum hefur verið hrint í framkvæmd er umsóknareyðublaðið fyllt út og sent til verkefnisstjóra Grænna skrefa.

Eldhús og kaffistofur

  • Á kaffistofum og í mötuneyti eru eingöngu notuð margnota drykkjarmál og eldhúsáhöld.

Endurvinnsla

  • Búið er að vinna flokkunartöflu fyrir vinnustaðinn þar sem lýst er hvaða úrgangsflokka er flokkað í, hvar ílát eru staðsett og hver er ábyrgur fyrir losun þeirra. Öll ílát eru merkt með viðkomandi úrgangsflokki. [Upplýsingablað um úrgangsmál]
  • Í helstu sameiginlegu rýmum þar sem úrgangur fellur til, s.s. prentrýmum, kaffistofum og fundaherbergjum, eru ílát fyrir flokkaðan úrgang til endurvinnslu.
  • Við flokkum gæðapappír (hvítan skrifstofupappír), dagblöð og tímarit og skilagjaldsumbúðir. [Upplýsingablað um úrgangsmál]
  • Við flokkum spilliefni eins og lög og reglur kveða á um, s.s. rafhlöður, prenthylki, málningarafganga o.þ.h. [Upplýsingablað um úrgangsmál]
  • Haldinn hefur verið fræðslufundur um flokkun og endurvinnslu fyrir starfsmenn til að tryggja að þeir séu upplýstir um hvernig flokkunin fer fram á vinnustaðnum.

Viðburðir og fundir

  • Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.
  • Starfsmenn okkar eru hvattir til að koma með sínar eigin krúsir undir drykki á fundi innanhúss.
  • Í auglýsingum og upplýsingagjöf um viðburði á okkar vegum hvetjum við þátttakendur til huga að umhverfisþáttum, s.s. not á vistvænum ferðamáta til og frá viðburði, úrgangsflokkun á staðnum, þyngd farangurs ef þátttakendur þurfa að fljúga o.s.frv. [Upplýsingablað um samgöngur] [Upplýsingablað um úrgangsmál]
  • Við skilgreinum aðgerðir til að lágmarka umhverfisáhrif af stærri viðburðum á okkar vegum og upplýsum þátttakendur og alla þá sem koma að undirbúningi viðburðar og starfsfólk á viðburðum um þau umhverfisviðmið sem stuðst er við.

Innkaup

Rafmagn og húshitun

 

  • Við stillum orkunotkun tölva þannig að þær fari í viðbragðsstöðu (standby), standi þær ónotaðar í 15 mín. Tölvuskjáir eru stilltir þannig að þeir slökkvi á sér standi tölvan óhreyfð í 5 mín. Fartölvur fara í dvala (hybernate), standi þær óhreyfðar í 2 klst. [Upplýsingablað um rafmagnstæki]
  • Ljósritunarvélar og prentarar eru stillt þannig að tækin fara í viðbragðsstöðu (standby) þegar þau hafa ekki verið í notkun í 20 mín. [Upplýsingablað um rafmagnstæki]
  • Við notum ekki skjáhvílur (screensaver). [Upplýsingablað um rafmagnstæki]
  • Hver og einn starfsmaður slekkur á tölvunni þegar hann fer heim. [Merkingar um viðskil vinnustaðar]
  • Við slökkvum á öllum ljósum í þeim rýmum sem eru ekki í notkun og öll ljós í lok dags. Sérstaklega er hugað að fundarherbergjum, geymslum og þar sem dagsbirtu nýtur við. [Merkingar um viðskil vinnustaðar]
  • Hvatning um að prenta ekki út póstinn nema að nauðsynlegt sé er neðst í tölvupóstum frá okkur.
  • Við höfum komið fyrir áminningarmiðum við rofa og valdar útgönguleiðir þar sem minnt er á að slökkva ljós í lok dags og á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun. [Merkingar um viðskil vinnustaðar]

Samgöngur

Samráð

  • Á vinnustaðnum hefur verið skipaður umhverfisfulltrúi sem er tengiliður okkar við samráðsnefnd Grænna skrefa og starfsmenn okkar vita að þeir geta komið nýjum hugmyndum og ábendingum til þess aðila. Einnig er búið að skilgreina ábyrgðaraðila fyrir hvern flokk eða aðgerð sem umhverfisfulltrúi vinnur með.
  • Við höfum kynnt Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar fyrir starfsmönnum okkar.
  • Starfsfólk okkar er upplýst um stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum og Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar þegar það hefur störf hjá okkur.
  • Starfsmenn okkar fá allir heilræði samráðsnefndar Grænna skrefa í tölvupósti.
  • Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum og þær lagðar fyrir stjórnendafund vinnustaðarins.

Úrgangsmál

  • Við prentum báðum megin á blöð þegar það er mögulegt. Prentun á báðar hliðar og í svart-hvítu er sjálfgild stilling á tölvum starfsmanna. [Upplýsingablað um rafmagnstæki]
  • Við endurnotum pappír sem eingöngu er prentað á öðrum megin. Við prentara og ljósritunarvélar eru ílát fyrir pappír sem eingöngu er prentað á öðrum megin og hann t.d. nýttur sem minnisblöð.
  • Við notum margnota umslög fyrir innanhúspóst og hvetjum til notkunar þeirra í stað einnota umslaga.
  • Við ljósritunarvélar og prentara eru merkingar til að minna starfsmenn á að prenta báðum megin. [Merkingar í prentrýmum]

Útgáfa

  • Við útgáfu kynningarefnis og annars efnis bjóðum við upp á rafræna útgáfu sem lesendur geta valið í stað pappírsútgáfu.
  • Við skiptum einungis við umhverfisvottaðar prentsmiðjur. [Upplýsingablað um innkaup] [Miðlægir samningar]
Birt:
Nov. 4, 2011
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Græn skref fyrir vinnustaði til að efla vistvænan rekstur - Skref 1.“, Náttúran.is: Nov. 4, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/04/graen-skref-fyrir-vinnustadi-til-ad-efla-vistvaena/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: