Hópur aðgerðarsinna á vegum Samtaka lífrænna neytenda SLN-VB og NAUST Náttúruverndarsamtaka Austurlands lagði upp í langt ferðalag í gær til að koma því til leiðar að ógn sem hreindýrum stafar af vegna girðinar í landi bænda í Flatey á Mýrum verði útrýmt.

Vandamálið teigir anga sína langt aftur í tímann. Girðingarnar eru ólöglegar skv. girðingarlögum og athafnaleysi við að fjarlægja þær brot á lögum um dýravernd.

Ástæða vandamálsins eru sú að girðingar eru of lágar (120 cm) og svöng hreindýr sækja inn á beitilönd og ryðja girðingunum niður. Bændum er ljóst að girðingar þyrftu að vera 150 á hæð svo þetta gerist ekki. Togstreita eru á milli bænda á yfirvalda hverjum ber að kippa þessu í lag. Í lagalegum skilningi bera bændur ábyrgðina enda gætu þeir vel haft girðingar sínar hærri og vandamálið er úr sögunni. Ég mun leitast við að skýra málið síðar ef áhugi en fundarhöld stóðu í amk 2 klst auk þess sem við fórum í vettfangskönnun ásamt því að fjarlægja ögn af víradrasli. Mikilvægast niðurstaðan var sú að fallist var á að fjarlægja ónýtar girðingar og kemur það vonandi til framkvæmda strax í næstu viku.

Á fundinn mætti jafnframt hreindýraleiðsögumaður og gagnrýndi hann bændur harðlega og studdi málstað dýranna og málflutning okkar.

Ljósmynd: Greitt úr girðingaflækju í gær. Sjá fleiri myndir á arnistefan.com.

Birt:
30. október 2011
Tilvitnun:
Árni Stefán Árnason „Aðgerðahópur kemur hreindýrum til bjargar“, Náttúran.is: 30. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/30/adgerdahopur-kemur-hreindyrum-til-bjargar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. nóvember 2011

Skilaboð: