Garðyrkjufélag Íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 21. febrúar . Þá mun Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur, fjalla um birki og nefnist fyrirlesturinn „Úr kjarri í fagra björk – ræktun á birki í nútíð og framtíð“.

Fræðslufundir Garðyrkjufélagsins eru haldnir á fimmtudögum í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félaga og maka, en 800 kr. fyrir aðra. Allir eru velkomnir á fyrirlestrana.
Myndin er af birki. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
21. febrúar 2008
Tilvitnun:
Garðyrkjufélag Íslands „Úr kjarri í fagra björk - ræktun á birki í nútíð og framtíð“, Náttúran.is: 21. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/21/ur-kjarri-i-fagra-bjork-raektun-birki-i-nutio-og-f/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. október 2011

Skilaboð: