Matvælastofnun - MAST boðar til Samráðsþings n.k. föstudag kl. 13-16 á Hilton Reykjavík Nordica (2,h.).  Tilgangur samráðsþingsins er að styrkja samskipti Matvælastofnunar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini. Þemað að þessu sinni verður áhættugreining og eftirlit og munu sjónarmið stofnunarinnar og ýmissa hagsmunahópa koma fram. Að loknum framsöguerindum hefjast pallborðsumræður þar sem fundargestum verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með nafni, nafni fyrirtækis/samtaka og netfangi á mast@mast.is fyrir 10. maí n.k.

Dagskrá:

13:00 – 13:10 Setningarávarp

13:10 – 13:25 Áhættumat og öryggi vöru – Sigurður Örn Hansson

13:25 – 13:40 Sjónarmið neytenda – Brynhildur Pétursdóttir

13:40 – 14:00 Áhættustjórnun og eftirlit – Viktor S. Pálsson

14:00 – 14:15 Ábyrgð fyrirtækja – Valgerður Ásta Guðmundsdóttir

14:15 – 14:30 Kaffi

14:30 – 14:50 Áhættukynning og neytendavernd – Jón Gíslason

14.50 – 15:05 Sjónarmið fjölmiðla – Þorsteinn G. Gunnarsson

15:05 – 15:20 Sjónarmið iðnaðarins – Ragnheiður Héðinsdóttir

15:20 – 15:55 Pallborðsumræður

15:55 – 16:00 Lokaorð og þingslit.

Samráðsþingið er vettvangur þar sem fulltrúum eftirlitsþega gefst kostur á að koma sínum skoðunum á framfæri til hlutaðeigandi aðila innan stofnunarinnar. Hvaða málefni vilt þú vekja athygli á?Vinsamlegast tilkynning þáttöku á netfangið mast@mast.is fyrir 10. maí.

Birt:
8. maí 2012
Höfundur:
Hjalti Andrason
Tilvitnun:
Hjalti Andrason „Samráðsþing MAST - Áhættugreining og eftirlit“, Náttúran.is: 8. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/08/samradsthing-mast-ahaettugreining-og-eftirlit/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: