Umhverfisvænni byggingar í íslensku samhengi
Fyrsti opni fundur Vistbyggðarráðs veturinn 2011/2012 verður haldinn í KEX hostel, Skúlatúni 28, föstudaginn 28.október kl. 8:30.
Leitast verður við að finna svör við spurningunni – hvað er vistvænt á Íslandi? Það er einmitt viðfangsefni eins af vinnuhópum Vistbyggðarráðs og mun Halldór Eiríksson arkitekt og hópstjóri gera stuttlega grein fyrir störfum hópsins. En vistvænt hús verður ekki byggt án vistvænna byggingarefna og mun Sverrir Bollason verkfræðingur gera grein fyrir störfum og áherslu vinnuhóps um vistvæn byggingarefni.
Þá mun Árni Friðriksson arkitekt hjá AKS arkitektum fjalla um verkefni sín og umhverfisvæna hönnun á Íslandi. Árni mun meðal annars ræða Sesseljuhús á Sólheimum sem dæmi um vistvænt hús á Íslandi, en óhætt er að segja að þar hafi verið unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði hérlendis.
Jafnframt verður skoðað hvernig hægt er að nota íslenskt og/eða innflutt vottað byggingarefni á skapandi hátt við hönnun vistvænni bygginga.
Við endurgerð og innanhússhönnun KEX hostel sem opnað var fyrr á þessu ári, var unnið út frá þessum sjónarmiðum og munu tveir af eigendum KEX hostel fara yfir hugmyndafræðina og áherslur í innanhússhönnun. Að lokum mun Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins kynna ný umhverfisviðmið fyrir byggingar sem verið er að vinna fyrir Umhverfisráðuneytið og munu nýtast við útboð vistvænna bygginga í framtíðinni.
Dagskrá:
8:30 – 8:40 Vinnuhópar Vistbyggðarráðs
Vistvæni á Íslandi. Halldór Eiríksson, arkitekt
Vistvænt byggingarefni. Sverrir Bollason, verkfræðingur
8:40-9:10 Aðalfyrirlesari:
,,Vistvæn hús á Íslandi. Frumkvæði, hindanir og tækifæri.“ Árni Friðriksson arkitekt
9:10-9:20 Umræður
9:20-9:30 Kaffihlé
9:30-9:45 Gamalt verður nýtt!
Endurnýtanlegt byggingarefni, hönnun KEX hostel. Pétur Marteinsson og Kristinn Vilbergsson, eigendur KEX hostel kynna hugmyndir og hönnun.
9:45-9:50. Evrópsk umhverfisskilyrði fyrir byggingar
Íslensk þýðing til notkunar við útboð vegna bygginga og verklegra framkvæmda. Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins kynnir.
9:50-10:00 Umræður og fyrirspurnir
Birt:
Tilvitnun:
Sigríður Björg Jónsdóttir „Umhverfisvænni byggingar í íslensku samhengi“, Náttúran.is: 27. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/27/umhverfisvaenni-byggingar-i-islensku-samhengi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.