Á vef Orkuseturs er reiknivél sem hjálpar fólki að bera saman stofn- og rekstrarkostnað metanbíla og hefbundinna bíla með afar einföldum hætti. Reiknivélin sýnir að spara má mörg hundruð þúsund í eldsneytiskostnað og nú eru metanbifreiðar líka á hagstæðara verði. Aukabónusinn er svo tilheyrandi gjaldeyrissparnaður og minni útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Sjá metanreiknivél á vef Orkuseturs.

Engin afsökun
Það hefur sjaldan verið mikilvægara að draga úr gjaldeyriskostnaði Íslandinga. Innfluttningur á jarðefnaeldsneyti er stór kostnaðarliður fyrir þjóðarbúið og talsverður hluti af dýrmætum gjaldeyri fer í að knýja fjölskyldubíla landsmanna. Það eru ekki allir nógu meðvitaðir um tilvist og kosti innlenda og umhverfisvæna eldsneytisins metans. Metan eða hauggas er framleitt úr sorpi hér á Íslandi og er afar umhverfisvænt. Það sem meira er að metan er miklu ódýrara og metanbílar eru að engu frábrugðnir hefbundnum bílum í gæðum. Vegna afslátta á vörugjöldum eru metanbílar í raun bæði ódýrari í innkaupum og rekstri. Í Reykjavík er enný á aðeins ein metanstöð en hún er hinsvegar á besta stað í Artúnsbrekkunni í alfaraleið fyrir stóran hluta bæjarbúa.
Stærsti hluti metanbíla hefur bensíntank til vara sem eykur sveigjanleikann og tryggir að enginn lendir vandræðum þó að metanið þrjóti fjarri metanstöðinni.
Það má því segja að enginn afsökun sé fyrir borgarbúa að kaupa EKKI metanbíl næst þegar ný bifreið er tekin í notkun. Vegna þess að:

  • Metanbílar búa yfir sömu gæðum og hefðbundnir bílar
  • Metanbílar eru miklu ódýrari í rekstri
  • Metanbílar nota innlent eldsneyti
  • Metanbílar eru ódýrari í innkaupum
  • Metanbílar eru umhverfisvænir
  • Metanbílar stuðla ekki að hnattrænni hlýnun
  • Metanbílar spara gjaldeyri
  • Metnabílar eru ekki flóknari í akstri en hefðbundnir bílar
  • Metanbílar geta skipt yfir í bensín þegar metanið þrýtur

Enn ein ástæða til að skipta yfir í metan
Með tilkomu breytinga á lögum nr. 29/1993 (http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/0658.pdf) sem samþykktar voru á Alþingi þ. 1. janúar 2011 er tollstjóra heimilt að endurgreiða vörugjald af ökutækjum sem hefur verið metanbreytt þannig að ökutækið nýtir metan í stað bensíns eða dísilolíu og hefur verið skráð sem slíkt hjá Umferðarstofu. Fjárhæð endurgreiðslu vörugjalds skv. 1. mgr. skal vera 20% af kostnaði við breytinguna samkvæmt reikningi breytingaverkstæðis en þó ekki hærri en 100.000 kr. Vörugjald skal því aðeins endurgreitt að ökutæki sé yngra en sex ára við breytingu, miðað við framleiðsluár, og útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.

Birt:
19. mars 2013
Höfundur:
Orkusetur
Uppruni:
Orkusetur
Tilvitnun:
Orkusetur „Metanreiknivél Orkuseturs“, Náttúran.is: 19. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2009/10/15/matanreiknivel-i-loftio/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. október 2009
breytt: 19. mars 2013

Skilaboð: