5 húsplöntur sem auðvelt er að eiga
Nú þegar farið er að hausta og laufin falla af trjánum er tilvalið að fríska upp á heimilið með plöntum. Fyrir marga er það hægara sagt en gert að halda lífi í plöntum, þ.a.m. mig. Það eru þó ekki allar plöntur sem þarfnast mikillar athygli og hér að neðan er listi yfir 5 plöntur sem auðvelt er að eiga.
1. Burkni
Burkni er tilvalinn fyrir þá sem eiga erfitt með að hafa plöntur á heimilinu. Ekki skemmir það fyrir að græni litur burknans er frískandi og passar inn í öll heimili, sama hvernig hönnunin er. VIð Íslendingar þekkjum það af eigin raun hversu dimmur veturinn getur orðið og þá er ekki verra að vera með burkna til að fríska upp á skammdegið.
Burkni þarfnast ekki mikils viðhalds og það sem er sérstaklega sniðugt við þessa tilteknu plöntu er að hún er tilvalin innandyra þar sem hún þarfnast ekki mikils sólarljóss. Það eina sem burkni þarf er lágmarks viðhald.
Viðhald burkna:
- Staðsettu burknann í glugga sem vísar í annað hvort norður eða austur.
- Burkni þrífst vel í raka, sérstaklega inni á baðherbergi. Burkna líður best í allt að 25° hita. Ráðlagt er að sprauta vatni á laufin reglulega til að viðhalda rakanum.
- Burkni þarfnast reglulegrar vökvunar eins og aðrar plöntur. Passa þarf þó að burkninn verði ekki blautur. Ef burkni er vökvaður of oft þá byrja laufin að gulna. Slepptu því að vökva burknann í smá tíma ef laufin eru orðin gul til að koma í veg fyrir að rótin rotni.
2. Tannhvöss tengdamóðir/Indíánafjöður
Þessi planta er örlítið dramatísk í útliti og er því tilvalin ef þú vilt auka á nútímastílinn á heimilinu.
Viðhald plöntunnar:
- Þessi planta vill láta moldina þorna á milli vökvunnar. Því er ráðlagt að vökva hana ekki þegar þér finnst að þú ættir að gera það.
- Staðsettu plöntuna þar sem náttúruleg birta er. Þær þurfa ekki endilega mikið magn sólarljóss en þeim líður best í birtu.
- Þeim líkar ekki vel við mikinn kulda.
3. Aloe vera
Það eina sem þarf að gera til að viðhalda aloe vera plöntu er að staðsetja hana í hlýjum glugga og vökva hana af og til. Flóknara er það ekki. Ekki má gleyma hversu mikið gagn þessi litla planta getur gert.
4. Jade Plant
Þessi planta er rosalega skemmtileg og óvenjuleg í útliti. Þegar plantan er orðin nógu þroskuð þá munu hvít blóm bætast við.
Viðhald Jade Plant:
- Staðsettu plöntuna þar sem er bjart og þar sem hún fær einnig sólarljós beint á sig.
- Leyfðu plöntunni að þorna örlítið upp milli vökvunnar.
- Hafðu plöntuna í herbergi þar sem hitinn er á milli 20-25°.
5. Devil´s Ivy
Þessi planta mun fríska vel upp á heimilið og er fljót að stækka.
Viðhald Devil´s Ivy:
- Staðsettu plöntuna þar sem ekki er mikil birta og þar sem plantan fær ekki sólarljós beint á sig.
- Leyfðu moldinni að þorna örlítið áður en þú vökvar plöntuna.
Gott er að muna eftir því að best er að velja lífrænar plöntur og mold.
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „5 húsplöntur sem auðvelt er að eiga “, Náttúran.is: 23. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/21/5-husplontur-sem-audvelt-er-ad-eiga/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. október 2011
breytt: 14. nóvember 2011