Alþjóðleg ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði verður haldin á Menntavísindasviði  Háskóla Íslands, Reykjavík frá 31. maí til 2. júni 2012.

Ráðstefnan mun skapa vettvang fyrir fagfólk og almenning til að deila þekkingu og reynslu á þessu sviði, með því að bjóða upp á fyrirlestra, umræður, kynningar og vinnusmiðjur.

Fyrirlesarar hafa fjölbreytan bakgrunn í félags- og uppeldisfræðum, frístunda- og ungmennastarfi, landslagsarkitektúr og á heilbrigðis- og eftirlitssviði. Þeir munu fjalla um útinám, náttúruleg leiksvæði, áhrif náttúrlegs umhverfis á þroska barna og hættumat á Íslandi og erlendis.

Ráðstefnan er opin öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á útinámi, sem eru til dæmis kennarar, landsslagsarkitektar, verkfræðingar og nemar í þessum greinum, fólk sem vinnur í frístundastarfi, foreldrar og auk þess fulltrúar frá hinu opinbera.

Umsóknarfrestur til skráningar er til 15. apríl 2012.

Markmið ráðstefnunnar er að:

  • kynna jákvæða eiginleika útináms, skógarleikskóla og náttúrulega leikvelli,
  • búa til alþjóðlegan vettvang til að deila þekkingu um útinám,
  • skapa umræður um áskoranir, hættur og ævintýri tengdu útinámi,
  • skapa tengsl milli atvinnufólks og leikmanna á þessu sviði,
  • kynna hvernig hægt er að virkja fólk í heimabyggð til að taka virkan þátt í því að skapa náttúruleg leiksvæði með því að nota svæðisbundin hráefni og þjónustu og
  • kenna þáttakendum að skapa náttúruleg leiksvæði sem uppfylla kröfur um CE staðla vegna öryggi leikvalla.

Með „náttúrulegu leiksvæði“ er átt við stað sem er tileinkaður börnum við leik utandyra, gerður úr náttúrulegum hráefnum, t.d. timbri, vatni, grjóti, sandi og/eða mold. Þar sem áhersla er á að halda í fjölbreytileika í landslagi og gróðri sem fyrir er eða aðgengilegur á svæðinu.

Einföld mannvirki svo sem „leiktæki“ vísa þar gjarnan í svæðisbundna menningar- og sögulega arfleifð. Úrval af lausu hráefni hvetur börnin til að vera virk, hvatvís, forvitin og skapandi og að vera í tengslum við náttúruna. Það örvar skilningarvit og almennan þroska auk þess sem það eflir tilfinningaleg tengsl við umhverfi þeirra. Náttúrulegum leiksvæðum er m.a. ætlað að vekja forvitni barnanna, löngun þeirra til að uppgötva, skapa ævintýri og þeim er ætlað að bæði skapa aðstæður til að slaka á og/eða bjóða upp á opin svæði til að vera í t.d. hópleikjum sem krefjast áreynslu og úthalds.

Stýrihóp mynda: George Hollanders, Sarka Mrnakova, Kristín Dýrfjörð Háskólanum á Akureyri og Jakob Frímann Þorsteinsson, Háskóla Íslands.

Hægt að hafa samband í síma 892 6804 eða senda fyrirspurn á utinam.island@gmail.com.

Ljósmynd: Daníel skoðar jurtir, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
7. maí 2012
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði“, Náttúran.is: 7. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/07/radstefna-um-utinam-og-natturuleg-leiksvaedi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: