2 dl haframjöl, 2 dl möndlur, 0,5 dl spelt hveiti, 2 msk hlynsíróp, örlítið vatn og salt af hnífsoddi.

2 dl bankabygg, 1 dós kókosmjólk (400 ml), 0,75 dl hlynsýróp, salt af hnífsoddi, 2 epli,
1 dl kókosmjöl.

1 dós sykurlaus hindberjasulta (250 g)

Aðferð:
Haframjöli, möndlunum, spelti, salti og hlynsírópi er blandað saman, vatninu skvett út í og hnoðað þar til allt tollir vel saman. 28 cm spingform er klætt með smjörpappír og deiginu smurt í þannig að það móti fallega skel, þ.e. að kanturinn nái upp á miðjar hliðar á forminu. Bakað við 150°c í u.þ.b. 10 mín, eða þar til fallega brúnað.

Sjóðið uppá bygginu í miklu vatni. Þegar suðan hefur komið upp, skiptið um vatn og skolið byggið, sjóðið þá í vatni sem rétt flþtur yfir byggið og bætið kókosmjólk, hlynsírópi og salti út í. Hrærið vel. Þegar fulleldað (byggið orðið mjúkt) takið af hita, bætið eplunum og kókosmjöli útí. Setjið allt í skelina og kælið. Hrærið upp sultuna og smyrjið ofan á kökuna. Saðsöm og góð kaka, og þar til nú, best varðveitta leyndarmál Dóru.

Bankabygg frá Móður Jörð fæst hér á Náttúrumarkaði.

Myndin er tekin á veitingahúsinu Á næstu grösum. Ljósmynd: Vala Smáradóttir.
Birt:
4. ágúst 2007
Höfundur:
Eymundur Magnússon
Tilvitnun:
Eymundur Magnússon „Byggkaka Dóru Á Næstu grösum“, Náttúran.is: 4. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/03/byggkaka-dru-nstu-grsum/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. ágúst 2007
breytt: 21. október 2011

Skilaboð: